Sunday, July 6, 2008

Sunnudagur í Atlöntu

Hér er ég á Country Inn í Atlöntu á sunnudegi. Ég kom hingað á föstudaginn var um kvöldmatarleytið, en það var þjóðhátíðardagur Kana. Þeir voru þá í miklum hópum á víð og dreif að bíða eftir rakettusýningu ofan af steinfjallinu mikla, Stone Mountain. Ég dreif mig hins vegar í partí heim til Badda. Þegar þangað kom heyrðum við drunurnar frá rakettunum en sáum auðvitð ekki neitt því alls staðar eru tré sem skyggja á.
Við spiluðum soldinn póker þetta kvöld og ég tapaði aðeins 9 dölum, sem er gott á móti spilasérfræðingum eins og Pétri.
Í gær fór ég svo af stað með skokki. Ég hljóp bakdyrameginn inn í Stone Mountain parkinn eftir götu sem liggur niður með Target. Þar hljóp ég fleiri kílómetra meðfram bílvegum með engum gangstéttum, en hér er almennt ekki gert ráð fyrir gangandi fólki. Þegar kemur að fjallinu sjálfu eru þó bílastæði og gangstígar um allt. Það liggur vegur kringum fjallið og mikið af fólk var þar á ferðinni. Þetta skokkaði ég allt, 10-15 km, og svo til baka. Það var nokkuð heitt og eg varð að reiða mig á vatnspósta sem ekki voru svo víða. Svo fór ég sömu leið heim aftur. Ég komst að því síðar að það kostar inn í þennan park, en það eru rukkaðir bílarnir í sérstökum hliðum. En engum virðist hafa dottið í hug að menn gætu komið labbandi inn eins og ég!
Seinnipartinn fór ég í nokkrar verslanir, Target og Wal-Mart, og keypti eitthvert smotterí af varningi. Og svo fékk ég mér sushi á Naganó í gærkvöld.

Í morgun skokkaði ég svo í klukkutíma niðri í leikfimisal á bretti. Ég á raunar enn í vandræðum með blöðrur á löppunum, núna á hælunum. Nýju skórnir nudda soldið á innanverðum hælunum. Ég verð að kaupa mér hælsærisplástur á þetta og leita betur að heftiplástri, en hann fann ég ekki í Target. Ekki amk. svona breiðan sterkan plástur eins og við þekkjum að heiman.
Annars er planið í dag að fá sér hádegismat, kannski samloku, og vinna svo solítið í Python og öðru til undirbúnings morgundeginum.

No comments: