Thursday, March 26, 2009

Síkagó 2009

Hér er ég staddur í kjallaranum á Crowne Plaza O'Hare hótelinu við útjaðar Síkagóborgar.
Í uppsiglingu er PyCon 2009 ráðstefnan, sem ég er að heimsækja f.h. CCP.
Ég flaug hingað  í tveimur áföngum í gær.  Flugið til Bótólfssteins hófst kl. 17. í Keflavík og varði í fimm tíma.  Við tók svo tveggja-og-hálfs tíma til Síkagó.
Þegar hingað kom var ég orðinn nokkuð þreyttur enda klukkan að ganga fjögur á Íslandi.  Ekki bætti úr skák að ferðataskan mín skilaði sér ekki.  Ég hef því engin föt til skiptana og ekki einu sinni tannbursta til að geifla mig með.  Ég beit í handsápu í morgun og er það ekki það besta í heimi.
Vonandi skilar taskan sín sér í dag.  Verði hún ekki komin í kvöld fer ég að kaupa mér nýtt dress og nýti mér ferðatrygginguna mína sem er afar góð.

Núna sit ég á "Python language summit" fundinum og er verið að ræða um framtíð málsins af helstu hugsuðum í Python heiminum.  En ég hugsa að ég skrópi eftir hádegið því þá er ekkert sérstakt að gera og reyni að sinna nauðsynlegustu innkaupum.

No comments: